Útfarir

Algengt er að spurt sé um hvernig ferlið gangi fyrir sig þegar einhver náinn fellur frá. Eðlilegt er að spurt sé að þessu, en til að varpa ljósi á þetta ferli, þá höfum við tekið saman nokkra punkta um hvað gerist.

Hvað gerist næst?

  • Haft er samband við útfararþjónustu vegna flutnings hins látna frá dánarstað.
  • Útfararþjónusta eða aðstandendur hafa samband við prest.
  • Andlát er tilkynnt í blöðum og útvarpi.
  • Útfararstjóra er tilkynnt um nafn hins látna, kennitölu, lögheimili og dánardag.
  • Dánarvottorði komið til lögreglustjóra vegna heimildar til greftrunar.
  • Tímasetning kistulagningar og útfarar ákveðin.
  • Ákvörðun um sálma og söng í samráði við prest og útfararstjóra.
  • Prentun sálmaskrár.
  • Prestur undirbýr líkræðu að fengnum upplýsingum frá aðstandendum.
  • Ákvörðun um kirkju fyrir útför.
  • Ákvörðun um erfidrykkju.
  • Ákvörðun um fána eða blómaskreytingar í samráði við útfararstjóra.
  • Ákvörðun um fjölda líkmanna í samráði við útfararstjóra.

Hefðbundin útför

  • Forspil
  • Bæn
  • Sálmur
  • Ritningarorð
  • Sálmur
  • Ritningarorð eða guðspjall
  • Einsöngur eða einleikur
  • Minningarorð
  • Sálmur eða einsöngur
  • Bæn - Faðir vor
  • Allt eins og blómstrið eina
  • Moldun
  • Ég lifi í Jesú nafni
  • Blessun
  • Eftirspil